Proceed With Caution
Varúð
Exhibition in Gallery Listamenn alongside artist Ingibjörg Birgisdóttir October, 2012.
o c e a n s e a s
on earth there is two times more ocean than land
the seas are vast, the seas are deep, the seas are wet, the seas are still,
the seas are salty, the seas are deadly
out the ocean wave there is no shelter
from the winds, from the sun, from the rain, from the frost,
from the maddening emptiness, from the pull of the undertow
the ocean is black like the orange
the seas are as red as blood, the seas are as blue as eyes,
the seas are as green as reeds, the seas are gray as stones,
the seas are as yellow as flowers.
the ocean is full of living things – but you can’t see them
snails, stingrays, sharks
starfish, squid – but you can’t see them
but the drifting kelp you can see
but the paddling sea-cows you can see
but the high jumping flyfish you can see
the ocean opens its arms like the fire
the seas swallow people, swallow fishermen, swallow armies, swallow ships, swallow cities, swallow islands, swallow countries
the ocean makes everything look small – everything but the sky
the ocean depends on nothing but itself – and the sky for its colours
-Sjón
h a f s j ó r
á jörðinni er tvisvar sinnum meira haf en land
sjórinn er breiður, sjórinn er djúpur, sjórinn er votur, sjórinn er lygn,
sjórinn er saltur, sjórinn er banvænn
úti á hafinu er ekkert skjól
fyrir vindunum, fyrir sólinni, fyrir regninu, fyrir frostinu,
fyrir tryllandi auðninni, fyrir togkrafti undiröldunnar
hafið er svart eins og appelsína
sjórinn er blóðrauður, sjórinn er augnblár, sjórinn er sefgrænn,
sjórinn er steingrár, sjórinn er blómgulur
hafið er fullt af lifandi verum – en við sjáum það ekki
sniglar, skötur, steinbítar
smokkfiskar, svif – en við sjáum það ekki
en reikult þangið getum við séð
en svamlandi sækýrnar getum við séð
en hástökkvandi flugfiskana getum við séð
hafið býður faðm sinn líkt og eldurinn
sjórinn gleypir fólk, gleypir sjómenn, gleypir heri, gleypir skip,
gleypir borgir, gleypir eyjar, gleypir lönd
andspænis hafinu er allt smátt – allt nema himininn
hafið þarf á engu að halda nema sjálfu sér – og himninum sem gefur því lit
-Sjón