About

IS

Lilja Birgisdóttir (f. 1983) lauk námi í ljósmyndun við Konunglega listaháskólann í Hollandi árið 2007 og BA námi við Listaháskóla Íslands árið 2010. Frá námslokum hefur hún verið einn aðstandanda listamannarekna gallerísins Kling og Bang í Reykjavík og 2011 stofnaði hún listtímaritið Endemi ásamt öðrum listakonum. Lilja hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi sem og erlendis, meðal þeirra nýjustu má m.a. nefna einkasýninguna If your colors were like my dream í Rawson Projects í New York 2015 sem og einkasýninguna The And í  Jaqueline Falcone B&B í Miami sama ár. Einnig voru verk Lilju á listamessunni Nada 2015 í New York.  Lilja hefur unnið í mörgum miðlum og fengist við myndverk, videólist, hljóðgjörninga og ljósmyndun. Lilja var höfundur opnunarverks Listahátíðar í Reykjavík 2013, The Vessel Orchestra,þar sem hún vann með kapteinum Reykjavíkurhafnar að því að búa til hljóðgjörning með skipaflautum 15 skipa. Meðal ljósmyndaverka Lilju má nefna myndir fyrir Damien Rice og Sigur Rós. Framundan hjá Lilju á næstunni eru sýningar í Tokyo, New York, Reykjavík, Tallin og Helsinki.

 

EN

Lilja Birgisdottir (b.1983) studied photography at the Royal Academy of Arts, The Hague, Netherlands and received BA in fine art from the Iceland Academy of the Arts, Reykjavík, Iceland 2010. Since then she has been a member of Kling & Bang, an artist run gallery in Reykjavík where she takes part in selecting artists and curating exhibitions for the space. In 2011 she founded Endemi, an art magazine about Icelandic contemporary art.
Recent exhibitions include a solo exhibition If your colors were like my dream at Rawson Projects, New York, 2015 and The And a solo exhibition in Jacqueline Falcone B&B, Miami 2015. Lilja presented artwork in Nada artfair 2015 in New York. Lilja works in various mediums like photography, performance, video art, sound art and installations. Lilja was the author of the The Vessel Orchestra, the opening act for the Reykjavík Art Festival in collaboration with the 15 captains of the Reykjavík Harbour, May 2013. Lilja’s photographic work include images for Damien Rice and Sigur Rós. Lilja is currently working on exhibitions in Tokyo, New York, Reykjavík, Tallinn and Helsinki.